Hoppa yfir valmynd
2. september 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Bjarni S. Jónasson skipaður forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri

Bjarni S. Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Bjarni S. Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Bjarna S. Jónasson í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri að undangengnu mati hæfnisnefndar. Bjarni hefur starfað sem settur forstjóri sjúkrahússins frá því í mars 2012. Þrír sóttu um stöðuna. 

Niðurstaða hæfnisnefndar var að allir umsækendurnir væru vel hæfir til að gegna embættinu. Hæfnisnefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja þrír fulltrúar með þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu. Engan má skipa til starfa nema hæfnisnefndin hafi talið hann hæfan.

Bjarni S. Jónasson hóf störf hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2005 sem verkefnisstjóri gæðamála og stefnumótunar. Árið 2007 var hann ráðinn starfsmannastjóri sjúkrahússins og gegndi því starfi þar til hann var settur forstjóri árið 2012. Áður var hann forstöðumaður Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans á Akureyri og situr nú í stjórn stofnunarinnar. Bjarni hefur komið að nýju verkefni; Norðurslóðarverkefni, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri sem miðar að því að finna leiðir til að ráða og halda í heilbrigiðisstarfsfólk í dreifðum byggðum. Bjarni hefur leitt vinnu sem miðar að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði alþjóðlega vottað. Sjúkrahúsið yrði fyrsta sjúkrahúsið á Íslandi til að öðlast slíka vottun gangi þessi áform eftir. 

Aðrir umsækendur um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri voru Guðjón Brjánsson og Jón Helgi Björnsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta