Ísland tekur við formennsku í samningnum um opna lofthelgi
Ísland tók í dag við formennsku í samráðsnefnd samningins um opna lofthelgi (e. Open Skies Treaty) en aðild að samningnum eiga alls 34 ríki, þ. á m. Bandaríkin, Kanada, Rússland og fjölmörg Evrópuríki. Markmið samningsins sem tók gildi árið 2002 er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og –mannvirkjum í aðildarríkjunum. Sérstök samráðsnefnd sér um framkvæmd samningsins og skiptast aðildarríkin á að veita henni formennsku til 4 mánaða í senn.
Formennskutímabil Íslands er frá 2. september til 8. janúar 2014. Fundir í samráðsnefndinni fara fram í höfuðstöðvum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og á tímabilinu mun fastanefnd Ísland í Vín stýra a.m.k fjórum formlegum fundum í samráðsnefndinni. Auk þess er gert ráð fyrir fjölda óformlegra funda til að tryggja skilvirka framkvæmd samningsins. Í ágústlok var greint frá því að alls hafa 1000 eftirlitsflugferðir verið farnar frá gildistöku samningsins.
Nánar má lesa um samráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi hér.