Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína á fundi í innanríkisráðuneyti
Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína, Liu Yuting, heimsótti innanríkisráðuneytið í dag, ásamt föruneyti. Í ráðuneytinu tóku á móti ráðherranum og fylgdarliði hans Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu, Steinunn Valdís Óskarsdóttir sérfræðingur, Björn Freyr Björnsson lögfræðingur og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.
Á fundinum kynnti ráðuneytisstjórinn gestuinum helstu verkefni ráðuneytisins og stöðu neytendamála hér á landi. Fundurinn er framhald undirritunar samkomulags milli Kína og Íslands um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar sem undirritaður var í febrúar síðastliðnum. Á fundinum var ákveðið að bæta við samkomulagið upplýsingaskiptum vegna vöruöryggis og mun innanríkisráðuneytið hefja undirbúning þess á næstu vikum.