Hoppa yfir valmynd
5. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Auglýst eftir styrkjum til verkefna í þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð

Tvisvar á ári gefst félagasamtökum kostur á að sækja um styrki til verkefna í þróunarlöndum eða á svæðum þar sem langvarandi neyð ríkir.

Frestur félagasamtaka til að skila inn umsóknum vegna slíkra þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna eða til neyðaraðstoðar er til 15. september nk. Um er að ræða síðari úthlutun ársins 2013.

Sérstakar verklagsreglur utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands kveða á um skilyrði fyrir styrkveitingum. Einungis er tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef utanríkisráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta