Auglýst eftir styrkjum til verkefna í þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð
Tvisvar á ári gefst félagasamtökum kostur á að sækja um styrki til verkefna í þróunarlöndum eða á svæðum þar sem langvarandi neyð ríkir.
Frestur félagasamtaka til að skila inn umsóknum vegna slíkra þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna eða til neyðaraðstoðar er til 15. september nk. Um er að ræða síðari úthlutun ársins 2013.
Sérstakar verklagsreglur utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands kveða á um skilyrði fyrir styrkveitingum. Einungis er tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef utanríkisráðuneytisins