Hoppa yfir valmynd
6. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Samstarfsvettvangur um viðskipti á norðurslóðum í undirbúningi

Samstarfsvettvangur um viðskipti á norðurslóðum

Íslendingar voru gestgjafar á undirbúningsfundi verkefnahóps Norðurskautsráðsins að stofnun samstarfsvettvangs um viðskipti á norðurslóðum sem lauk í dag í Reykjavík. Um 20 fulltrúar Norðurskautsríkjanna átta og frumbyggjasamtaka sátu fundinn en markmiðið er að skapa vettvang til að hlúa að viðskiptum, iðnaði og atvinnustarfsemi með ábyrga auðlindanýtingu og byggja upp viðskiptasamstarf fyrirtækja og ríkja á svæðinu.

Á fundinum kynnti nýstofnað Norðurslóða-viðskiptaráð Íslands starfsemi sína. Það er fyrsta viðskiptaráð sinnar tegundar á norðurslóðum og vakti mikla athygli meðal fulltrúa Norðurskautsríkjanna.

Íslensk stjórnvöld leggja ríka áherslu á alþjóðlega samvinnu til mæta ógnunum og sóknarfærum á norðurslóðum og tryggja sjálfbæra þróun á svæðinu.

Samstarfsvettvangnum er ætlað að efla samstarf stjórnvalda og viðskiptalífsins og styrkja ábyrga stefnu í málefnum norðurslóða. Viðskiptaráð norðurslóða er liður í formennskuáætlun Kanada í Norðurskautsráðinu en Ísland, Rússland og Finnland leiða verkefnið ásamt fomennskuríkinu.

Ráðgert er að næsti fundur fari fram í október og þar munu fulltúar viðskiptalífsins á norðurslóðum taka þátt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta