Hoppa yfir valmynd
10. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra veitir 6 milljónum kr. til aðstoðar við sýrlenska flóttamenn

Utanríkisráðherra hefur veitt 6 milljón króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna hins alvarlega flóttamannaástands í Sýrlandi og nágarannalöndum. Átökin í Sýrlandi hafa stigmagnast með hrikalegum afleiðingum fyrir óbreytta borgara. Tæpar tvær milljónir landsmanna hafa hrakist á brott og er talið að ríflega milljón börn séu þar á meðal. Viðtökulöndin eiga í erfiðleikum með að sinna þessum mikla fjölda flóttafólks og sífellt berast nýjar beiðnir frá alþjóðastofnunum sem þurfa sárlega á stuðningi að halda til að geta veitt Sýrlendingum neyðaraðstoð.

Framlög Íslands vegna neyðarástands í Sýrlandi á árunum 2012 og 2013 hafa verið sem hér segir:

  • 22 m.kr. (180.000 USD) til Barnahjálpar SÞ (UNICEF) til stuðnings sýrlenskum börnum á landamærum Sýrlands og Jórdaníu.
  • 6,5 m.kr (50.000 USD). til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) til aðstoðar þeim sem eru á vergangi innan Sýrlands.
  • 6,5 m.kr. (50.000 USD) til að styrkja Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA) í Líbanon sem veitir palestínskum flóttabörnum frá Sýrlandi nauðsynlega grunnþjónustu.
  • 10 m.kr. til Rauða kross Íslands vegna flóttamanna frá Sýrlandi sem hafast við í Jórdaníu, Írak og Líbanon.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta