Hoppa yfir valmynd
13. september 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Samanburðarhæfir velferðarvísar fyrir Norðurlönd

Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

NOSOSKO; norræn nefnd um hagtölur á sviði heilbrigðis- og félagsmála, hefur gefið út nýja skýrslu þar sem birtir eru velferðarvísar sem gera mögulegan margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna á stöðu og þróun ýmissa velferðarmála. Jafnframt er í skýrslunni samanburðar við aðrar Evrópuþjóðir sem ekki síst þjónar þeim tilgangi að draga fram þætti sem sérkenna norræn velferðarþjóðfélög.

„Utfordringer for den nordiske velfærdsstaten – sammenlignbare indikatorer“ er heiti skýrslunnar sem fjallar um ýmsar áskoranir sem norræn velferðarþjóðfélög standa frammi fyrir. Sambærileg skýrsla var gefin út árið 2009. Ákveðið var að ráðast í endurútgáfu með nýjum upplýsingum, ekki síst til að varpa ljósi á helstu áskoranir norrænna velferðarkerfa í kjölfar efnahagskreppunnar. Með því að vinna og birta samanburðarhæfa velferðarvísa er jafnframt gert mögulegt að fylgjast með þróun þessara mála.

Þau svið samanburðar sem helst er lögð áhersla á í skýrslunni eru vinnumarkaður, heilsufar, lýðfræði, útgjöld, menntun, tekjuskipting og félagsleg útskúfun. Í skýrslunni er til dæmis fjallað um þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu, þróun lífeyrisgreiðslna, þróun atvinnuþátttöku, fæðingartíðni og breytingar á aldurssamsetningu þjóða og margt fleira.

Annað markmið með útgáfu skýrslunnar byggist á þeirri ætlun með upprunalegu útgáfunni árið 2009 sem var að sýna hvernig nota megi gögn úr  lífskjararannsókn Evrópusambandsins, EU-SILC  til að þróa samanburðarhæfa velferðarvísa. Í EU-SILC gögnunum eru upplýsingar sem ekki er að finna annars staðar vegna þeirrar aðferðafræði sem beitt er við upplýsingasöfnunina. Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er hluti af samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta