Hoppa yfir valmynd
19. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra við útskrift Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna

Utanríkisráðherra og útskriftarhópurinn

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ávarpaði í dag nemendur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna við útskrift þeirra frá skólanum.  Tíu nemar frá sjö löndum voru í útskriftarhópnum, fimm konur og fimm karlar, en alls hefur 51 nemandi lokið námi við skólann.

Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar nýtingar lands á alþjóðavettvangi og gott starf skólans á því sviði í þágu framfara í þróunarlöndum. Hann sagði nemendur skólans gegna þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu á sviði landgræðslu þegar heim væri komið að lokinni  hálfs árs dvöl á Íslandi. Þá hrósaði ráðherra skólanum fyrir nýja stefnu á sviði jafnréttismála.

Landgræðsluskólinn varð formlega hluti af neti Háskóla SÞ  í febrúar 2010 en skólinn hóf störf sem tilraunaverkefni árið 2007. Skólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hýsir skólann. Markmið starfseminnar er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, sem glíma við jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga, þjálfun á sviði landgræðslu og sjálfbærri nýtingu lands.

Ávarp utanríkisráðherra við útskriftina (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta