Hoppa yfir valmynd
20. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Afhenti Finnlandsforseta trúnaðarbréf

Kristín A. Árnadóttir og Finnlandsforseti.

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti í gær Sauli Niinistö forseta Finnlands trúnaðarbréf sitt. Á fundi með forsetanum í kjölfarið var aukin samvinna Norðurlandanna, einkum Íslands og Finnlands,  til umræðu.  Vísaði forsetinn sérstaklega til Norðurslóðasamvinnu þar sem framtíðarhagsmunir væru í húfi, og öryggis- og varnarmálasamvinnu þar sem loftrýmisgæsla undir yfirstjórn NATO, með þátttöku Finnlands og Svíþjóðar, sem fram færi í byrjun árs 2014, væri til marks um það að stigið væri yfir gamlar girðingar og ný skref tekin í mikilvægum málum.

Nokkrar umræður áttu sér stað um efnahagsástandið í Finnlandi og sagði forsetinn að hann teldi Finnland vera á uppleið eftir miklar efnahagslegar þrengingar. Forseti Finnlands sagði opinbera heimsókn til Íslands sl vor hafa verið bæði afar ánægjulega og upplýsandi, og hann teldi Íslendingum hafa tekist vel í enduruppbyggingu hagkerfisins á síðustu árum, og raunar væri sá árangur til fyrirmyndar fyrir önnur ríki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta