Ferðamálaþing 2013
Ísland – alveg milljón! er yfirskrift Ferðamálaþings 2013 sem haldið er í samstarfi Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar, á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Verður þar fjallað um skipulag, fyrirhyggju og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu.
Þingið stendur frá kl. 10:00-16:15 og verða flutt á annan tug erinda. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir og koma úr ýmsum greinum. Allir þeir sem starfa við ferðaþjónustu, náttúruvernd, hönnun og skipulag áfangastaða ásamt sveitastjórnarfólki eru hvattir til að mæta en skráning á þingið er á vef Ferðamálastofu.