Hoppa yfir valmynd
25. september 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hlutföll kynja í nefndum ráðuneyta

Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa

Jafnréttisstofa hefur birt skýrslu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneyta árin 2011 og 2012. Á síðasta ári var jöfnust þátttaka kynja í nefndum velferðarráðuneytisins. Sex ráðuneyti voru með hlutfall kynjanna innan viðmiðunarmarka og aðeins einu prósentustigi munar hjá þeim ráðuneytum sem ekki ná viðmiðunarmarkinu.

Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga og fær upplýsingar um skipan í nefndir, ráð og stjórnir ráðuneytanna í árlegri greinargerð frá jafnréttisfulltrúum ráðuneytanna. Kynjakvóti var fyrst leiddur í lög á Íslandi með nýjum jafnréttislögum árið 2008 og þar kveðið á um að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Í inngangi að skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að þótt markmið um þátttöku beggja kynja í nefndum og ráðum á vegum ríkisins hafi ekki verið í lögum fyrir árið 2008 var það ekki nýtt heldur hefur það verið til staðar í framkvæmdaáætlunum ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum í einni eða annarri mynd frá árinu 1993. „Svo er einnig nú, þó búið sé að leiða kynjakvótann í lög. Það er gert til að tryggja áframhalandi vinnu að markmiðinu um jafna þátttöku kynjanna í nefndarstarfi ríkisins.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta