Fríverslunarviðræður EFTA við Rússa, Hvít-Rússa og Kasaka
Samningafundum í fríverslunarviðræðum EFTA-ríkjanna og tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstan lauk í Reykjavík í dag en fundað hefur verið frá mánudegi.
Fríverslunarviðræður EFTA og ríkjanna þriggja hófust snemma árs 2011. Á samningafundunum í þessari viku var rætt um vöruviðskipti, þjónustu og fjárfestingar, heilbrigðisreglur í viðskiptum ríkjanna, samstarf í tollamálum, vernd hugverkaréttinda, reglur um sjálfbæra þróun og opinber innkaup og þokuðust viðræður um þessi efni nokkuð áfram. Enn eru þó ýmis mikilvæg samningsatriði óleyst en vonir samningaaðila standa til þess að ljúka samningaviðræðunum á næsta ári.