Hoppa yfir valmynd
2. október 2013 Utanríkisráðuneytið

Yfirgnæfandi stuðningur við þróunarsamvinnu

Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa látið framkvæma könnun meðal almennings á viðhorfum og þekkingu á þróunarsamvinnu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós yfirgnæfandi stuðning almennings við þátttöku Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en jafnframt takmarkaða þekkingu á málaflokknum og starfi íslenskra stjórnvalda þar að lútandi.

Könnunin er unnin í samræmi við þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016 þar sem kveðið er á um gerð hennar sem lið í kynningar- og upplýsingastarfi um málaflokkinn. Miðla- og Markaðsrannsóknir (MMR) gerðu könnunina sem náði til tæplega 1.600 Íslendinga og er samanburðarhæf við Norrænar skoðanakannanir um þróunarsamvinnu. Spurt var níu spurninga sem annarsvegar sneru að viðhorfi almennings til þróunarsamvinnu og þátttöku íslenskra stjórnvalda og hinsvegar þekkingu almennings á málaflokknum og starfi Íslands á því sviði.

Niðurstöður könnunarinnar voru formlega kynntar á málþingi um þróunarsamvinnu sem haldið var fyrr í dag, en skýrsluna í heild sinni má nálgast hér:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta