Hoppa yfir valmynd
11. október 2013 Innviðaráðuneytið

Kynnt drög að breytingu á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftara

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að reglugerð til breytingar á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, nr. 380/2013.

Reglugerðardrögum þessum er ætlað að innleiða reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 7/2013 frá 8. janúar 2013, um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2013 þann 14. júní 2013.

Reglugerð (ESB) nr. 7/2013 er breyting á reglugerð ESB nr. 748/2012 sem innleidd var með ofangreindri reglugerð nr. 380/2013. Tilgangur reglugerðar (ESB) nr. 7/2013 er að uppfæra reglugerð (ESB) nr. 748/2012 vegna breytinga á 16. viðauka við Chicago samninginn.

Áhrif og kostnaður af innleiðingu reglugerðarinnar eru óveruleg þar sem ekki eru framleiðslufyrirtæki hér á landi og aðeins eitt hönnunarfyrirtæki sem er með leyfi frá EASA. Því á þessi breyting sjálfkrafa við það fyrirtæki óháð innleiðingu hér á landi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta