Samningur um Ólympíuleika fatlaðra
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, var meðal 57 sendiherra sem undirrituðu vinasamning við þau sveitarfélög sem verða gestagjafar á evrópuleikum Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Belgíu dagana 13.-20. september 2014. Yfir 2,000 manns taka þáttt í leikunum og keppa þeir í tíu íþróttagreinum. Yfirskrift leikanna er Leikar Hjartans.
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er umsjónaraðili Ólympíuleika fatlaðra á Íslandi en Ísland gerðist aðili að leikunum árið 1989 og hefur síðan þá verið virkur þátttakandi í alþjóðastarfi samtakanna. Evrópuleikarnir eru haldnir fjórða hvert ár.
Íslenska sendinefndin árið 2014 telur um 50 manns og það er bærinn Kortrijk í vesturhluta Belgíu sem verður gestgjafi íslensku sendinefndarinnar dagana 9.-13. september.