Hoppa yfir valmynd
25. október 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnrétti mælist mest á Íslandi fimmta árið í röð

Mynd: The World Economic Forum
Mynd: The World Economic Forum

Ísland er í fyrsta sæti þegar mat er lagt á jafnrétti kynja í nýrri úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) sem tekur til 136 landa. Matið byggist á þáttum eins og stjórnmálaþátttöku, þátttöku í atvinnulífinu og efnahaglegum jöfnuði og tækifærum til þess að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu. Næst á eftir Íslandi koma Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Í niðurstöðum úttektarinnar segir að Norðurlandaþjóðirnar fjórar sem raða sér í efstu sætin hafi náð að brúa um 81%-87% af því bili sem mismunar kynjunum.

Að meðaltali er mismunun kynja minnst hjá löndunum sem úttektin tekur til þegar mat er lagt á þætti sem snúa að heilsufari en mest þegar litið er til stjórnmálaþátttöku.

Bilið milli karla og kvenna hefur minnkað lítillega í flestum ríkjum heims á liðnu ári. Undantekningar frá því eru ríki í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Verst er staða kvenna í Jemen sem lendir í neðsta sæti úttektarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta