Dagur gegn einelti 8. nóvember
Í tilefni dagsins stendur verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti fyrir hátíðardagskrá í Verslunarskóla Íslands.
Þann 8. nóvember er í þriðja sinn haldinn sérstakur dagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda.
Í tilefni dagsins stendur verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti fyrir hátíðardagskrá í Verslunarskóla Íslands kl. 13:00 – 16:00. Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir.
Dagskrá
- Hljóðgerningur: Bjöllur, klukkur og flautur óma um allt land.
- Sigríður Thorlacius, söngkona flytur nokkur lög ásamt undirleikara.
- Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri menntamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu setur dagskrána.
- Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla: Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð.
- Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson, frumsýna myndina: Saga Páls Óskars.
- Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson: Þolandi & gerandi frá þeirra sjónarhorni.
- Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra flytur ávarp og veitir viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins.
- Viðurkenningarhafi flytur ávarp.
- Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur: Fagráð eineltismála í grunnskólum.
- Nemendur Verslunarskóla Íslands – tónlistaratriði.
- Kaffi og kökur.
- Dagskrárlok.
- Nánari upplýsingar um daginn má nálgast á vefnum gegneinelti.is