Hoppa yfir valmynd
31. október 2013 Utanríkisráðuneytið

Upplýsinga óskað frá bandarískum yfirvöldum

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins átti fund með sendiherra Bandaríkjanna fyrr í vikunni þar sem þess var formlega farið á leit að bandarísk stjórnvöld upplýstu hvort, og þá hverjar, eftirlitsaðgerðir með, eða dulin upplýsingaöflun um, íslenska borgara hefðu átt sér stað á liðnum árum. 

Á síðustu misserum hafa íslensk stjórnvöld ítrekað komið því á framfæri við bandarísk stjórnvöld að njósnir á Íslandi eða um íslenska ráðamenn og eða borgara séu með öllu ósamrýmanlegar íslenskum lögum og því góða og nána sambandi sem ríkt hefur milli þjóðanna.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta