Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2013 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar áliti um umsækjanda um dómaraembætti

Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skilað umsögn sinni um umsækjenda um embætti dómara sem auglýst var laust til umsóknar 13. september síðastliðinn.

Sá dómari mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn dómstól, heldur sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir því sem honum kann að vera úthlutað málum við hvern þeirra í skjóli almennra heimilda dómstólaráðs. Dómstólaráð hefur ákveðið að starfsstöð héraðsdómarans verði við Héraðsdóm Reykjaness, sbr. 15 gr. laga nr. 15/1998.

Niðurstaða dómnefndar er að Bogi Hjálmtýsson sé hæfur til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta