11. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Fundarheiti og nr. fundar: 11. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Staður og stund: Fjármála- og efnhagsráðuneyti 06. nóvember kl. 14.30 -16.00
Málsnúmer: VEL12100264
Mætt: Benedikt Valsson (BV,Samband íslenskra sveitarfélaga ), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ), Sverrir Jónsson (SJ, FJR), Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (APÁ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE) starfsmaður aðgerðahópsins.
Forföll boðuðu: Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Georg Brynjarsson (GB, BHM)
Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir
Dagskrá:
1. Fundargerð 10. fundar lögð fram til samþykktar
Fundargerð samþykkt.2. Kynning á tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals. Guðný Einarsdóttir og Einar Mar Þórðarson sérfræðingar í fjármála- og efnhagsráðuneyti mæta á fundinn.
Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals var ýtt úr vör á jafnréttisþingi hinn 1. nóvember síðastliðinn. Haldinn var kynningarfundur fyrir stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki í velferðarráðuneytinu 25. október. 11 aðilar taka þátt í verkefninu, ríkisstofnanir, Alþingi, Menntaskólinn í Kópavogi, Landsbókasafn – Háskólabókasafn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 2 sveitarfélög en aðeins eitt fyrirtæki. Myndaður verður sérstakur samráðsvettvangur allra þátttakenda um verkefnið. Ráðgert er að verkefnið standi til 1. júní. Guðný og Einar Mar mynda ásamt RGE sérfræðiteymi stjórnarráðsins um verkefnið og munu þau eiga frumkvæði að myndun samráðsvettvangsins og stýra innleiðingunni sem m.a felur í sér kynningu og ráðgjöf í stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem og fundum og tveimur vinnustofum um launagreiningar, starfsmat og starfaflokkun fyrir samráðsvettvanginn. Að lokinni kynningu fór fram umræða þar sem fram kom það sjónarmið að fjölga þyrfti fyrirtækjum í hópi þátttakenda. Fulltrúi SA tók að sér það verkefni að finna eða hvetja fleiri fyrirtæki til þátttöku. Einnig kom upp sú hugmynd að mynda sérstakt sérfræðiteymi fyrir fyrirtæki eða að fulltrúi SA taki þátt í fyrrnefndu teymi.
3. Hlutastörf og launajafnrétti. Kynning á norrænni rannsókn, ráðstefnu um hlutastörf og samstarfsverkefni Norðurlanda um launajafnréttismál.
Sagt var frá norrænni rannsókn um hlutastörf og ráðstefnu í Stokkhólmi þar sem fyrri hluti rannsóknarinnar var kynnt. RGE og MT var boðið á ráðstefnuna og voru þar með kynningu á hlutastörfum á Íslandi, aðgerðahópnum, aðgerðaáætlun og jafnlaunastaðli.
Á vettvangi NIKK, Norrænu kvenna- og kynjafræðirannsóknarstofunarinnar er nú í vinnslu fyrir Norrænu ráðherranefndina samnorræn rannsókn sem nefnist Hlutastörf, kyn og efnahagslegar afleiðingar Part-Time Work, Gender and Economic Distribution in the Nordic Countries. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar og hafa fræðimennirnir Marianne Sundström og Alma Wennerno Lanninger umsjón með gerð hennar. Megin tilgangurinn rannsóknarinnar er að auka þekkingu á efnahagslegum afleiðingum þess að konur velja mun oftar en karlar að vera í hlutastarfi og kortleggja betur hvaða áhrif það hefur á kynjajafnrétti, bæði á heimilum og vinnustöðum. Konur þéna fyrir vikið minna en karlar og eru hlutastörfin talin vera meðal helstu skýringa á launamun kynjanna. Sé vilji til að breyta þessu þurfi fyrst að rannsaka hvers vegna jafn margar konur og raun ber vitni kjósa að vera ekki í fullu starfi. Rannsóknin er tvískipt, í fyrri hlutanum eru efnhagslegar afleiðingar hlutastarfa kannaðar og í seinni hlutanum er kannað hvað ræður því að konur velji hlutastörf. Gert er ráð fyrir tveimur ráðstefnum í tengslum við rannsóknina og að sú síðari verði á Íslandi í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. RGE hvatti fulltrúa í aðgerðahóp til að kynna sér efni rannsóknarinnar, dreifði skýrslu um fyrri hluta hennar og kynningarglærum.
Niðurstöður seinni hluta rannsóknarinnar vera kynntar á lokaráðstefnu verkefnisins á Íslandi í nóvember 2014. Norrænt samráðsnet um launajafnrétti mun einnig funda á Íslandi á sama tíma en í tengslum við formennsku Ísland verður óskað eftir því að netið haldi hér sérstakt málþing í samstarfi við aðgerðahópinn.
4. Drög að reglugerð um hæfniskröfur til vottunaraðila og framkvæmda vottunar á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST-85:2012, lögð fram til kynningar. Óskað eftir umræðum.
Drög reglugerðarinnar voru send nefndarmönnum 30. október sl. til kynningar. Nokkrar umræður urðu um efni reglugerðarinnar og sérstaklega var spurt um skilyrði um námskeið, inntak og umfang þess. RGE mun óska eftir skriflegum athugasemdum frá fulltrúum í aðgerðahópi fljótlega eftir fundinn en að því loknu verða drögin send í formlegt umsagnarferli.
5. Önnur mál
Vakin var athylgi á grein Helga Tómassonar Tölfræðigildrur og launamunur kynja sem biritis í tímaritinu Þjóðmál og enskri útgáfu hennar Some Statistical Illusions and the Debate on Discrimination sem birtist í ritrýndri útgáfu Jounal of Multidisciplinary Research sl sumar. Ákveðið var að óska eftir því við Helga að hann kæmi á næsta fund aðgerðahópsins til að kynna og ræða efni sinna rannsókna um tölfræði og launamun kynja.
Fleira var ekki rætt.
Næsti fundur ákveðinn 4. Desember kl. 14.30-16.00
Rósa G.Erlingsdóttir