Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Húsfyllir á Umhverfisþingi

Vlll. Umhverfisþing fer fram í Hörpu á föstudag.

Vel á fjórða hundrað manns eru nú skráðir á Umhverfisþing sem haldið verður í Hörpu á föstudag, 8. nóvember.  Má því búast við líflegum umræðum um málefni á borð við landsskipulag, landnýtingaráætlun og skipulag hafs og stranda sem eru meginþemu þingsins að þessu sinni.

Þetta er í áttunda sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en í ár er umfjöllunarefnið skipulag lands og hafs, sjálfbær þróun og samþætting verndar og nýtingar. Að loknu ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra og inngangserindum verður þinginu skipt  í tvær málstofur þar sem annars vegar verður fjallað um sjálfbæra landnýtingu, landskipulagsstefnu og landnýtingaráætlanir og hins vegar skipulag haf- og strandsvæða. Í hvorri málstofu verður fjöldi stuttra erinda en alls hafa 30 manns undirbúið erindi fyrir þingið í heild.

Þeir sem ekki hafa tök á að sitja þingið geta fylgst með beinni útsendingu frá því hér á heimasíðu ráðuneytisins, á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/umhverfisthing-2013/bein-utsending

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta