Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk formlega opnuð

Aðalræðisskrifstofan opnuð í Nuuk.

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk í Grænlandi var formlega opnuð í gær við hátíðlega athöfn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur á Grænlandi af því tilefni og fundaði í gær með forystumönnum grænlensku landsstjórnarinnar.

Við opnunarhátíðina hélt Pétur Ásgeirsson, aðalræðismaður Íslands í Nuuk, stutt ávarp og því næst afhjúpuðu Gunnar Bragi og Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, skjöld Íslands við inngang aðalræðisskrifstofunnar. Í kjölfarið drógu tvær ungar stúlkur íklæddar þjóðbúningum landa sinna, önnur íslensk og hin grænlensk, íslenska fánann að húni.

Opnun aðalræðisskrifstofunnar styrkir bönd þessara nágrannalanda, svo og vestnorrænt samstarf en Íslendingar eru nú  þegar með aðalræðisskrifstofu í Færeyjum. Aukið samstarf milli Íslands og Grænlands er mikið hagsmunamál á svæðinu og opnun aðalræðisskrifstofu skýtur styrkaði stoðum undir samstarfið og styður við íslensk fyrirtæki sem vilja hasla sér völl á Grænlandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta