Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Samningum um aðild Króatíu að EES lokið

Samningaviðræðum um aðild Króatíu að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið lauk í dag með áritun samningamanna um meginniðurstöður samningaviðræðna. Lagatæknilegur frágangur á samningi mun taka nokkrar vikur.

Niðurstaðan felur í sér að EES EFTA ríkin, Noregur, Ísland og Liechtenstein fá aðgang að markaði Króataíu með sama hætti og að markaði aðildarríkja ESB.

Jafnframt mun Ísland fá aukna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir inn á markað ESB, nánar tiltekið fersk karfaflök (100 tonn) og humar (60 tonn).

Ríkin þrjú fallast á að greiða til uppbyggingasjóðs EES alls 5 milljónir evra sem renna til Króatíu. Það er í samræmi við fjárframlög til nýrra aðildarríkja EES undanfarinn áratug. Áætluð hlutdeild Íslands er um 161 þúsund evrur. Þar að auki greiðir Noregur sérstaklega 4,6 millj. evra til Króatíu.

Gert er ráð fyrir að að þær aðlaganir sem Króatía samdi um við aðild sína að ESB muni einnig gilda innan EES, þ.m.t. um frjálsa för vinnuafls. Það felur í sér að Íslandi er heimilt að takmarka aðgang Króata að íslenskum vinnumarkaði í allt að sjö ár. Ísland mun beita takmörkunum til 30. júní 2015 hið minnsta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta