Ný skýrsla um heilbrigðismál í aðildarríkjum OECD
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur gefið út ritið Health at a Glance 2013. Ritið skiptist í átta kafla sem fjalla um afmarkaða þætti heilbrigðismála í þeim 34 ríkjum sem aðild eiga að stofnuninni.
Helstu þættir sem fjallað er um í ritinu eru heilbrigðisástand, þættir sem hafa áhrif á heilbrigði fólks aðrir en læknisfræðilegir þættir, mannafli heilbrigðisþjónustunnar, starfsemi, gæði, aðgengi, heilbrigðisútgjöld og fjármögnun og þjónusta við aldraða og langveika.
Hagstofa Íslands hefur tekið saman ýmsar niðurstöður skýrslunnar sem snúa að Íslandi með samanburði við önnur ríki OECD.