Samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál
Í dag fór fram reglubundinn samráðsfundur embættismanna Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál. Fundurinn fór fram í utanríkisráðuneytinu og tóku þátt í honum fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og undirstofnunum þess. Frá Bandaríkjunum sóttu fundinn fulltrúar utanríkiráðuneytisins, varnarmálaráðuneytisins og yfirherstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu.
Fjallað var um samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnamála m.a. á grundvelli varnarsamninga Íslands og Bandaríkjanna, loftrýmiseftirlitsverkefni Atlantshafsbandalagsins á Íslandi og önnur varnartengd verkefni og æfingar. Málefni norðurslóða og mikilvægi þess að styrkja alþjóðlegt samstarf um að efla viðbragðsgetu á svæðinu voru einnig til umræðu á fundinum.