Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?

Hvað er spunnið í opinbera vefi?Gerð var úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2013. Þetta var í fimmta sinn sem slík úttekt var gerð. Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds, nytsemis, aðgengis, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.


Flest stig í flokki ríkisvefja
(stofnanir, ráðuneyti, ohf, annað)
Flest stig í flokki sveitarfélagavefja
Ríkisskattstjóri (98 stig) Reykjavíkurborg (97 stig)
Ísland.is (96 stig) Garðabær (91 stig)
Tryggingastofnun ríkisins (95 stig) Hafnarfjarðarkaupstaður (91 stig)
Veðurstofa Íslands (93 stig)
Seltjarnarnes (90 stig)
Háskóli Íslands (92 stig)
Dalvíkurbyggð (89 stig)
Orkustofnun (92 stig)
Sjúkratryggingar Íslands (92 stig)
Tollstjóri (92 stig)

Besti ríkisvefurinn 2013Bestu vefirnir 2013 - Niðurstaða dómnefndar

Eins og í síðustu úttekt eru veittar viðurkenningar fyrir bestu vefina í tveimur flokkum: annars vegar besta ríkisvefinn og hins vegar besta sveitarfélagsvefinn. Fimm efstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljótaviðurkenningu að þessu sinni. Dómnefndin fékk lista yfir efstu vefina í stafrófsröð og án upplýsinga umniðurstöður stiga. Besti sveitarfélagsvefurinn 2013Dómnefnd hafði frjálsar hendur við að meta þá þætti sem réðu úrslitum en sérstök áhersla varlögð á viðmót og notendaupplifun.

Besti ríkisvefurinn: Ríkisskattstjóri - rsk.is

Besti sveitarfélagsvefurinn: Reykjavíkurborg - reykjavik.is

Dómnefndina skipuðu; Marta Lárusdóttir, lektor ítölvunarfræði við HR og sérfræðingur í viðmótshönnun, Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og Sigurjón Ólafsson, ráðgjafi hjá Funksjón vefráðgjöf.

Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar á UT-deginum 2013 þar sem einnig voru kynnt nokkur verkefni í stefnu upplýsingasamfélagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta