Alþjóðleg jafnréttisverðlaun til Íslands
Ísland hlaut í gær alþjóðleg jafnréttisverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum á ráðstefnunni Women in Parliaments sem haldin var í Brussel. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Íslands.
Rúmlega fimmhundruð þingkonur tóku þátt í ráðstefnunni sem haldin var á vegum Evrópuþingsins. Ásamt ráðherrunum íslensku var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, heiðursgestur og einnig voru nokkrar þingkonur frá Íslandi viðstaddar viðburðinn.