Nanna Magnadóttir skipuð forstöðumaður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að skipa Nönnu Magnadóttur í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. janúar næstkomandi.
Nanna hefur nýverið sinnt sinnt verkefnum innan lands sem utan fyrir m.a. umboðsmann Alþingis og Eystrasaltsráðið (Council of the Baltic Sea States) en hún hefur áður m.a. gengt starfi aðalráðgjafa hjá Eystrasaltsráðinu og verið forstöðumaður skrifstofu Evrópuráðsins í Kósóvó. Þá hefur hún einnig starfað sem forstöðumaður og ráðgjafi svæðisáætlunar UNIFEM fyrir Suð-Austur Evrópu.
Nanna lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands í júní 1998 og meistaraprófi í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Raoul Wallenberg-stofnun Háskólans í Lundi árið 2004.
Nanna er gift Gísla Jenssyni, sommelier og eiga þau eina dóttur.