Hoppa yfir valmynd
16. desember 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Bylting í öflun upplýsinga um starfsemi sjúkrahúsa

Skurðaðgerð
Skurðaðgerð

Upplýsingar um starfsemi legudeilda á sjúkrahúsum frá degi til dags flæða nú rafrænt inn í heilbrigðisskrár Embættis landlæknis. Aðgengi embættisins að þessum upplýsingum í rauntíma er bylting sem mun gerbreyta möguleikum á eftirliti með starfsemi, gæðum og árangri þjónustunnar og styðja við stefnumótun og áætlanagerð segir á vef embættisins.

Í frétt á vef embættisins þann 10. desember kom fram að þann sama dag lágu 1.232 einstaklingar á sjúkrahúsum landsins. Daginn áður innrituðust samtals 154 sjúklingar inn á sjúkrahús en sama dag útskrifuðust 106 sjúklingar.

Á vef embættisins segir enn fremur: Skortur á aðgengilegum og nýjum upplýsingum um starfsemi heilbrigðisþjónustu, m.a. til stjórnunar og eftirlits, hefur verið til umræðu á síðustu misserum. Skemmst er minnast ábendinga ráðagjafafyrirtækisins Boston Consulting Group og ráðgjafahóps velferðarráðherra þar um í lok árs 2011.

Til þess að mæta þörfum fyrir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar var mörkuð stefna til að gjörbreyta aðferðum við söfnun, vinnslu og miðlun heilbrigðisupplýsinga. Þetta starf hófst síðla árs 2011 og hefur verið unnið jafnt og þétt að því að ná þessu mikilvæga markmiði.

Samkvæmt starfsáætlun embættisins fyrir árið 2014 er nú stefnt að því að:

  • Rafrænar rauntímasendingar verði meginaðferð við söfnun upplýsinga í heilbrigðisskrár embættisins.
  • Vöruhús heilbrigðisupplýsinga verði uppspretta lykiltalna um m.a. starfsemi heilbrigðisstofnana og mikilvæga heilsu og gæðavísa á gagnvirkan hátt.
  • Stutt verði við samræmda skráningu í rafræna sjúkraskrá með því að leiðbeina og hvetja skráningaraðila og veita þeim endurgjöf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta