Hoppa yfir valmynd
20. desember 2013 Matvælaráðuneytið

Óskað eftir umsögnum um tillögu að flokkun virkjunarkosta

Rammaaaetlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu +a vatnsafl og jarðhitasvæði
Rammaaaetlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu +a vatnsafl og jarðhitasvæði

Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna. Er þetta gert í samræmi við 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tillöguna og fylgigögn má nálgast á vef áætlunarinnar, www.rammaaaetlun.is.

Umsagnarferlið mun standa til miðnættis miðvikudaginn 19. mars 2014. Umsögnum má skila á netfangið [email protected], í bréfapósti til starfsmanns verkefnisstjórnar, Herdísar Schopka, í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, IS-101 Reykjavík, eða á vef áætlunarinnar á þar til gerðum umsagnarvef sem mun verða opnaður í byrjun mars 2014.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta