Norræni spilunarlistinn kominn á netið
Norræni spilunarlistinn (The Nordic Playlist), eitt af meginverkefnum Íslands á formennskuári, er nú aðgengilegur á heimasíðunni www.nordicplaylist.com. Þar er hægt að hlusta á sérvalinn lista með tónlist, sem valinn er vikulega af virtum álitsgjafa. Auk þess erhægt að hlusta á þau lög sem eru vinsælust á hverju Norðurlandanna fyrir sig. Spilunarlistinn er auðveldur í notkun en þó þarf að hafa aðgang að tónlistarveitunum, t.d. Spotify, Deezer eða Wimp til að geta nýtt möguleika spilunarlistans til fulls. Hægt er að lesa nánar um verkefnið hér.