Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Norræni spilunarlistinn kynntur

Merki norræna spilunarlistans
Norræni spilunarlistinn

Norræni spilunarlistinn (e. Nordic Playlist) er nýr vefur sem kynnir reglulega nýjar og áhugaverða tónlistarmenn frá Norðurlöndum. Tilgangur spilunarlistans er að auðvelda almenningi aðgang að norrænni tónlist á einum stað og einnig að auka kynningu á henni á heimsvísu. Verkefnið eru stutt af Norrænu ráðherranefndinni, sem er undir forsæti Íslands á yfirstandandi ári og er eitt af forgangsverkefnum í formennskuáætlun Íslands.

Vef norræna spilunarlistans er ætlað að auðvelda áhugasömum að uppgötva það besta í norrænni dægurtónlist og kynna sér reglulega nýja og spennandi listamenn. Lögin á síðunni eru sérvalin af tónlistarfólki og fagaðilum, sem hafa þekkingu á dægurtónlist á Norðurlöndum. Í hverri viku verður settur saman tíu laga listi með tveimur lögum frá hverju Norðurlandanna fimm. Hægt er að hlusta á afraksturinn á www.nordicplaylist.com, en einnig verður listinn kynntur af tónlistarveitunum Deezer, Spotify og WiMP, sem eru samstarfsaðilar.

Auk spilunarlistanna mun í hverri viku birtast á síðunni opinber „topp 10“ listi yfir söluhæstu og mest spiluðu lögin í hverju landi fyrir sig. Einnig munu birtast viðtöl við þá sem setja saman listana með vangaveltum um stefnur og strauma, sem mun auðvelda fagaðilum og leikmönnum um heim allan að hljóta innsýn í norræna tónlistarflóru.

Norræni spilunarlistinn er á vegum NOMEX, sem er samstarfsverkefni útflutningsmiðstöðva tónlistar á Norðurlöndum og er ÚTÓN fulltrúi Íslands þar.

Nánari upplýsingar um norræna spilunarlistann:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta