Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda

Skip við bryggju.
Skip við bryggju.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögnum vegna frumvarps til breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með breytingunum er verið að ljúka innleiðingu ESB gerða, einkum tilskipunar um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi skipa.

Meginmarkmið tilskipunarinnar er að draga úr losun úrgangs frá skipum í sjó, einkum ólöglegri losun. Með breytingunni er aukin áhersla á aðstöðu í höfnum til móttöku úrgangs frá skipum og er gert ráð fyrir að hafnir hefji gjaldtöku vegna slíkrar úrgangslosunar. Er þetta gert til að mæta kröfum tilskipunarinnar.

Umsagnarferlið stendur til 24. janúar 2014. Umsögnum má skila á netfangið [email protected] eða í bréfpósti til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta