Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Rangur fréttaflutningur New York Times

Vegna greinar sem birtist á vef New York Times um helgina þar sem meðal annars er fjallað um friðlýsingu Þjórsárvera og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum vill umhverfis- og auðlindaráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Umrædd grein er full af rangfærslum hvað varðar Þjórsárver og fyrirætlanir stjórnvalda um verndun og nýtingu á svæðinu. Því er t.d. haldið fram að Þjórsárver nái yfir 40% landsins en hið rétta er friðland Þjórsárvera nær yfir um 0,5% alls landsins í dag.

Engin áform eru uppi um að aflétta þeirri friðun sem er í gildi. Þvert á móti stefnir umhverfis- og auðlindaráðherra að stækkun friðlandsins og gangi þau áform eftir verður það ríflega 1.500 ferkílómetrar að stærð eða um 1,5% af flatarmáli Íslands. Er því ljóst að um verulega stækkun friðlandsins er að ræða. Sú fullyrðing New York Times að til standi að aflétta friðun Þjórsárvera í því skyni að virkja svæðið er því bæði þverstæðukennd og röng.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta