Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Þingmannanefnd um eflingu löggæslu skilar innanríkisráðherra tillögum sínum

Nefnd þingmanna úr öllum flokkum hefur afhent innanríkisráðherra tillögur sínar um skiptingu 500 milljóna króna fjárveitingar til að efla löggæsluna í landinu. Ráðherra hefur nú tillögurnar til skoðunar og verða þær kynntar á fimmtudag.

Efling löggæslu í landinu er í samræmi við ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin leggi áherslu á að efla löggæsluna og að niðurstaða í því átaki verði niðurstaða nefndar um löggæslumál sem skilað hefur tillögum um forgangsröðun verkefna.

Í framhaldi af þessu var skipuð nefnd þingmanna allra flokka sem vann að skiptingu fjárins. Formaður nefndarinnar var Vilhjálmur Árnason og aðrir nefndarmenn þau Jóhanna María Sigmundsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Arndís Soffía Sigurðardóttir. Nefndinni til aðstoðar var rekstrarteymi innanríkisráðuneytisins sem vann með nefndinni.

Við skiptingu fjárins hafði nefndin að meginstefnu að fjölga lögreglumönnum, sérstaklega á landsbyggðinni, að auka akstur ökutækja lögregluembætta, þjálfunar- og búnaðarmál og mannauðsmál sem eru öll liður í því að auka öryggi almennings með eflingu löggæslu.

Á myndinni eru með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þau Vilhjálmur Árnason, Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir.

Nefnd þingmanna skilaði innanríkisráðherra tillögum um skiptingu fjár til eflingar löggæslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta