Nefndarumræða um stækkun friðlands Þjórsárvera
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sat fyrir svörum nefndarmanna umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun, miðvikudag þar sem rætt var um málefni er varða stækkun friðlands Þjórsárvera. Fundurinn var opinn fjölmiðlum.
Sem kunnugt er hefur Umhverfisstofnun um nokkurt skeið unnið að stækkun friðlands Þjórsárvera. Felur fyrirliggjandi tillaga að friðlandsmörkum í sér ríflega fjórföldun núverandi friðlands, eða stækkun úr tæplega 358 ferkílómetrum í 1.562 ferkílómetra.
Auk ráðherra sátu embættismenn, verkefnisstjórn rammaáætlunar og ólíkir hagsmunaaðilar fyrir svörum nefndarinnar.
Tillaga að stækkun friðlands Þjórsárvera
Skilaskýrsla starfshóps frá sl. sumri vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum