Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Leggja til umbætur á refa- og minkaveiðum

Ljósmynd Sigurður Á. Þráinsson
Ljósmynd Sigurður Á. Þráinsson

 

Starfshópur um fyrirkomulag og framkvæmd refa- og minkaveiða hefur skilað skýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra. Hópurinn telur brýnt að bæta skipulag veiðanna en telur að  nauðsynlegar umbætur rúmist innan ramma núgildandi laga.

Meðal annars telur starfshópurinn mikilvægt að draga fram eðlismun refaveiða annars vegar og minkaveiða hins vegar. Bendir hópurinn á að uppruni, eðli og atferli þessara dýrategunda sé ólíkt sem og forsendur, tilgangur og markmið veiðanna. Er lagt til að sett verði skýr markmið fyrir veiðar á ref og mink sem mótuð verði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga.

Starfshópurinn ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindaráðherra Starfshópurinn ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindaráðherra F.v. Hallgrímur Guðmundsson, Níels Árni Lund, Jón Geir Pétursson, Guðrún María Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Júlíusson og Sigurður Á. Þráinsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Starfshópurinn telur að Umhverfisstofnun eigi að hafa áfram umsjón með og stjórn á opinberum aðgerðum sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra F.v. Hallgrímur Guðmundsson, Níels Árni Lund, Jón Geir Pétursson, Guðrún María Valgeirsdóttir, Gunnlaugur Júlíusson og Sigurður Á. Þráinsson.dýra. Sömuleiðis að sveitarfélög eigi að hafa áfram staðbundna umsjón og stjórn á aðgerðum innan sinna umdæma. Leggur hópurinn til að gerðir verði samningar milli ríkis og sveitarfélaga, til 3-5 ára í senn, um áherslur og fyrirkomulag veiða á minkum og refum. Einnig er lagt til að reglugerð um refa- og minkaveiðar verði endurskoðuð.

 Loks er lagt til að komið verði á sérstökum samstarfsvettvangi hlutaðeigandi aðila um framkvæmd refa og minkaveiða í því skyni að auka samræmingu og skilvirkni.

Skýrsla starfshóps um ref og mink

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta