Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2014 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra fyrir tímabilið janúar – júní 2014

Föstudaginn 24. janúar 2014, rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra fyrir tímabilið janúar – júní 2014, samtals 38.000 kg, sbr. reglugerð nr. 1185/2013.

Tvö tilboð bárust um innflutning á fuglseggjum, í skurn, ný varin skemmdum eða soðin, úr vörulið 0407 og fuglseggjum, skurnlaus og eggjarauða, nýtt þurrkað soðið í gufu eða vatni, mótað fryst eða varið skemmdum með öðrum hætti, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni, úr vörulið 0408, samtals 62.000 kg á meðalverðinu 18 kr./kg.  Hæsta boð var 30 kr./kg. en lægsta boð var 10 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 38.000 kg. á meðalverðinu 23 kr./kg.

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ráðuneytið úthlutað tollkvóta til neðangreindra fyrirtækja.

 

Fuglsegg og afurðir þeirra

Magn (kg) Tilboðsgjafi
     14 .000  Aðföng hf
      24.000 Nautica ehf

 

Reykjavík, 28. janúar 2014.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta