Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra fyrir tímabilið janúar – júní 2014
Föstudaginn 24. janúar 2014, rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra fyrir tímabilið janúar – júní 2014, samtals 38.000 kg, sbr. reglugerð nr. 1185/2013.
Tvö tilboð bárust um innflutning á fuglseggjum, í skurn, ný varin skemmdum eða soðin, úr vörulið 0407 og fuglseggjum, skurnlaus og eggjarauða, nýtt þurrkað soðið í gufu eða vatni, mótað fryst eða varið skemmdum með öðrum hætti, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni, úr vörulið 0408, samtals 62.000 kg á meðalverðinu 18 kr./kg. Hæsta boð var 30 kr./kg. en lægsta boð var 10 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 38.000 kg. á meðalverðinu 23 kr./kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ráðuneytið úthlutað tollkvóta til neðangreindra fyrirtækja.
Fuglsegg og afurðir þeirra
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
14 .000 | Aðföng hf |
24.000 | Nautica ehf |
Reykjavík, 28. janúar 2014.