Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Sammála um að þétta samstarf Íslands og Noregs innan EES

Ingvild Næss Stub og Gunnar Bragi Sveinsson.

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, átti í dag fund með Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs. Á fundinum ræddu þau EES samninginn, framkvæmd hans og hagsmunagæslu innan EES samstarfsins. Þau fóru yfir breytta stefnu Noregs í málefnum EES og þær aðgerðir sem ný norsk ríkisstjórn hefur gripið til í því skyni að efla þátttöku og hagsmunagæslu Noregs á vettvangi EES. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir breyttum áherslum nýrrar ríkistjórnar Íslands í Evrópumálum og lagði áherslu á mikilvægi EES samningsins, sem er grunnurinn að samstarfi Íslands við Evrópusambandið.

Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi þess að þétta enn frekar samstarf Íslands og Noregs á vettvangi EES með það að markmiði að efla hagsmunagæslu ríkjanna innan EES samstarfsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta