Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2014 Innviðaráðuneytið

Rakel Olsen skipuð formaður fagráðs um hafnamál

Innanríkisráðherra hefur skipað Rakel Olsen, stjórnarformann Agustson ehf. í Stykkishólmi, formann fagráðs um hafnamál. Skipað er í fagráðið til tveggja ára í samræmi við ákvæði laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, um endurskipulagningu samgöngustofnana og sitja í ráðinu fulltrúar sömu aðila og í hafnaráði áður.

Aðrir fulltrúar í fagráði um hafnamál eru: Tilnefnd af Hafnasambandi Íslands: Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Sveinn Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar; tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, tilnefnd af Landssambandi íslenskra útvegsmanna: Friðrik Friðriksson, lögfræðingur hjá LÍÚ, og frá Samtökum verstlunar og þjónustu: Lísbet Einarsdóttir, forstöðumaður flutninga og fræðslu, og Garðar Jóhannsson.

Helstu verkefni fagráðs um hafnamál eru að fjalla um og eftir atvikum að veita umsögn um:

  • Lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða hafnamál og sjóvarnir,
  • Tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun,
  • Vera Vegagerðinni til ráðgjafar um framkvæmd áætlana í hafna- og sjóvörnum, um málefni Hafnabótasjóðs, greiðsluþátttöku ríkisins við hafna- og sjóvarnaframkvæmdir og afgreiða umsóknir um tjónabætur sem sendar eru til sjóðsins,
  • Önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar,
  • Mál sem eru í vinnslu í ESB og til að kynna innleiðingu vegna EES-gerða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta