Tannverndarvikan 2014
Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 3. til 8. febrúar 2014. Þema tannverndarviku í ár er „Leiðin að góðri tannheilsu". Að því tilefni hefur Embætti landlæknis gefið út þrjú veggspjöld með upplýsingum um mikilvæg atriði er tengjast góðri tannheilsu, þ.e. tannhirðu, takmarkaðri neyslu sykurs og glerungseyðingu. Veggspjöldin eru gefin út á prenti en einnig rafrænt á vef embættisins og er hægt að panta þau þar.