Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2014 Utanríkisráðuneytið

NordBio hleypt af stokkunum

Kynning á BiophiliuUmfangsmesta verkefni Íslands á formennskuári í Norrænu ráðherranefndinni, Norræna lífhagkerfinu - NordBio, var hleypt af stokkunum, á upphafsfundi í Norræna húsinu í gær. 
Markmið NordBio er að draga úr sóun, minnka úrgang og tryggja sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndum, m.a. með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum, menntaverkefnum og þróun umhverfisvænni lausna við nýtingu. Leitast verður við að nýta allar lífauðlindir til fulls og nýta þær afurðir sem áður hafa farið til spillis eða verið ónýttar, t.d. með vöruþróunarverkefnum. Þannig verður leitast við að draga úr myndun úrgangs en leið stuðla að uppbyggingu í atvinnu- og efnahagslífi.

Fundurinn var vel sóttur en tæplega 100 manns frá öllum Norðurlöndum sóttu fundinn, þ.á.m. fulltrúar frá íslenskum og norrænum stofnunum, háskólum og rannsóknarstofnunum, auk aðila úr stjórnsýslunni. Á fundinum voru kynnt þau fimm verkefni sem unnið verður að undir formerkjum Norræna líhagkerfisins sem eru; Menntaverkefnið Biophilia, þar sem sjálfbærni og náttúruvísindi eru fléttuð inn í kennslu, ERMOND - verkefni um viðnámsþrótt vistkerfa og mikilvægi þeirra til varnar gegn náttúruhamförum, Marina verkefni um orkuskipti á sjó, verkefni um nýsköpun, vöruþróun og sjálfbærni í lífhagkerfinu og WoodBio – verkefni sem miðar að því að auka hlutverk og nýtingu viðarlífmassa í lífhagkerfinu.  Verkefnin eru unnin í samvinnu íslenskra og norrænna stofnana. Á fundinum var einnig rætt um aðkomu norrænna stofnana að verkefnum,  þróun NordBio til framtíðar og mikilvægi lífhagkerfis í alþjóðlegu samhengi.
Frekari upplýsingar um NordBio má finna hér.   

Áhugasamir geta horft á upptöku af fundinum hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta