Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stefán Guðmundsson stýrir skrifstofu fjármála og rekstrar

Stefán Guðmundsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að skipa Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðing, skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stefán var sá umsækjandi sem hæfnisnefnd taldi hæfastan til að sinna stöðunni.

Stefán er menntaður viðskiptafræðingur með kandídatspróf í stjórnun frá Háskóla Íslands auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða á sviði viðskiptafræði og stjórnunar. Hann hefur starfað sem forstöðumaður rekstrar- og mannauðssviðs Matvælastofnunar (áður Landbúnaðarstofnunar) frá árinu 2006. Áður starfaði hann fyrir KB banka, Ljósavík og Lykilhótel.

Stefán hefur víðtæka reynslu úr stjórnsýslunni og af ólíkum rekstrarformum s.s. fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegn um tíðina, m.a. setið í verkefnastjórn um rafrænt samfélag, í bæjarstjórn sveitarfélagsins Ölfus, í heilbrigðisnefnd Suðurlands og sem formaður fimleikadeildar Ungmennafélagsins Þórs svo fátt eitt sé nefnt.

Stefán er kvæntur Hlíf Ragnarsdóttur hársnyrtimeistara og eiga þau tvær dætur.

Skipan Stefáns er í samræmi við reglurum ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Hæfnisnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, mannauðsstjóri í utanríkisráðuneyti, formaður, Auður Bjarnadóttir, ráðningastjóri Capacent ráðninga og Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri.

Stefán hefur störf í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 1. apríl næstkomandi. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta