Úthlutun styrkja til verkefna og rekstrar 2014
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka.
Frá árinu 2012 hefur Alþingi ákvarðað umfang verkefnastyrkja til einstakra málaflokka og verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga en úthlutun þeirra er á höndum ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum. Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins.
Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 39,1 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam tæplega 155 milljónum króna. Alls námu umsóknir félagasamtaka um rekstrarstyrki 27,5 milljónum króna en til úthlutunar voru 13,4 milljónir.
Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2014:
Verkefnastyrkir:
Blái herinn | Hreinn ávinningur 2014 | 1.200.000 |
Djúpavogshreppur | Teigarhorn | 2.550.000 |
Eldvötn-samtök um náttúruvernd | Einstök náttúra Skaftárhrepps | 250.000 |
Eyjafjarðarsveit | Eyðing skógarkerfils í Eyjafjarðarsveit | 750.000 |
Fenúr | Aðalfundur ISWA 2014 | 150.000 |
Félag umhverfisfræðinga á Íslandi | Hádegisfyrirlestrar, fundir og málþing | 400.000 |
Fjórðungssamband Vestfirðinga | Umhverfisvottun Vestfjarða, heimasíðugerð | 500.000 |
Framkvæmdaráð Snæfells | Umhverfisvottun sveitarfélaga með hliðsjón af reynslu Snæfellinga | 1.500.000 |
Framtíðarlandið | Náttúrukortið | 500.000 |
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands | Heimasíðan www.fuglar.is - afmælisrit | 310.000 |
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands | Fuglatalningar og -merkingar | 1.000.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands | Vorverkefni fyrir fimmtu bekkinga: Börn og fuglar | 700.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands | Ráðstefna: vinnuheiti: mófuglar og búsvæði þeirra | 190.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands | Utgáfa fræðsluvefs yfir mikilvæg fuglahafsvæði við Íslandsstrendur | 600.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands | Samstarfsfundur með aðildarfélögum BirdLife í Evrópu | 150.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | Vistvangur; Náttúrugæði af mannavöldum við Kleifarvatn og í Krýsuvík | 800.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | LAND-NÁM; Endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni | 800.000 |
Hjólafærni á Íslandi | Hjólum til framtíðar 2014 - Virkir vegfarendur; ráðstefna | 300.000 |
IceIAQ, samtök um loftgæði innandyra | Spread the word : IAQ matters! | 600.000 |
Kirkjubæjarstofa | Örnefnaarfur 2 - rafræn skráning örnefna | 700.000 |
Landssamtök skógareigenda | Úrvinnsla á grisjunarvið úr skógum | 1.500.000 |
Landssamtök skógareigenda | Starfsmaður Landssamtaka skógareigenda | 2.000.000 |
Landvernd | Bláfánaverkefni | 1.500.000 |
Landvernd | Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi | 1.000.000 |
Landvernd | Þróun aðgerðaramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum | 2.800.000 |
Melrakkasetur Íslands ehf | Mat á þéttleika óðala og vöktun í friðlandinu á Hornströndum | 1.800.000 |
MND félagið á Íslandi | Aðgengi að lífinu | 1.500.000 |
Náttúran er ehf | Húsið, leikir og endurvinnsla fyrir börn | 1.500.000 |
Náttúran er ehf. | Endurvinnslukort á vef og app | 500.000 |
Náttúrusetur á Húsabakka | Friðland fuglanna á Húsabakka | 1.800.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands | Námsskeið fyrir fulltrúa umhverfis- og náttúruverndarsamtaka | 500.000 |
Norræna húsið | Endurbætur á friðlandinu í Vatnsmýri | 500.000 |
Reykjanes jarðvangur | Reykjanes jarðvangur í erlendu samstarfi | 200.000 |
Sesseljuhús Umhverfissetur | Áframhaldandi þróun umhverfismála á Sólheimum | 1.800.000 |
Skotveiðifélag Íslands | Nordisk Jager samvirke | 100.000 |
Skotveiðifélag Íslands | Rjúpnatalningar - vortalning á körrum | 350.000 |
Skógræktarfélag Íslands | Opinn skógur | 1.800.000 |
Skógræktarfélag Íslands | Þátttaka í fundi European Forest Network í Knockomie | 200.000 |
Skógræktarfélag Íslands | Uppsetning upplýsingaskiltis í Brynjudal í Hvalfirði. | 500.000 |
Skógræktarfélag Rangæinga | Gerð áningastaða og gönguleiða um svæðið á Gaddastöðum. | 500.000 |
Umhverfishópur Stykkishólms | Tilraunaverkefni um burðarplastpokalaust sveitarfélag | 1.650.000 |
Ungir umhverfissinnar | Ungir umhverfissinnar | 150.000 |
Vistbyggðarráð | Útgáfu fræðsluefnis og þátttaka í norrænu samstarfi | 1.000.000 |
Rekstrarstyrkir:
Framtíðarlandið | 600.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands | 1.300.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | 3.000.000 |
Hið íslenska náttúrufræðifélag | 800.000 |
Landssamtök hjólreiðamanna | 900.000 |
Landvernd | 6.500.000 |
Náttúruverndarsamtök Suðurlands | 300.000 |