Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Sameiginlegur fundur norrænna utanríkis- og varnarmálaráðherra í Keflavík

Norrænir utanríkis- og varnarmálaráðherrar

Utanríkisráðherrar og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í dag í Keflavík þar sem fram fer sameiginleg norræn loftvarnaræfing. Það er  í fyrsta skipti sem Svíar og Finnar taka þátt í slíkum æfingum á Íslandi.

Umræðuefni fundarins voru öryggissamvinna Norðurlandanna, hagnýtt samstarf á norðurslóðum, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og aukin norræn samvinna til að mæta alþjóðlegu hættuástandi.

Ráðherrarnir ræddu hvernig efla megi norrænt samstarf um utanríkis- , öryggis og varnarmál eins og kveðið er á um í sameiginlegri yfirlýsingu varnarmálaráðherranna frá því í desember og í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um norrænt samstarf um utanríkis- og öryggismál sem samþykkt var í dag. Norðurlöndin hafa mörg tækifæri til að þróa, viðhalda og nýta viðbragðsgetu sína með enn skilvirkari hætti, meðal annars með æfingum eins og nú er gert með samnorrænu æfingunni Iceland Air Meet. Ráðherrarnir voru sammála um að með reglulegum fundum utanríkis- og varnarmálaráðherra styrkist þetta starf enn frekar og þeir ákváðu að á grundvelli reynslunnar nú verði metið hvort æfingin Iceland Air Meet verði haldin með reglulegum hætti.

Ráðherrarnir fjölluðu um þróun mála á norðurslóðum sem einkennist af friðsamlegri samvinnu og geta Norðurlöndin einbeitt sér að tryggja langtímöryggi umhverfis og samfélaga á svæðinu.

Rætt var um samstarfið á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og framtíðarþróun þess. Norrænt varnarsamstarf bíður upp á skilvirkar leiðir til að viðhalda samstarf- og viðbragðsgetu milli Norðurlandanna en einnig í alþjóðasamstarfi.

Ráðherrarnir ræddu einnig um mikilvægi þess að nálgast öryggismál með heildstæðum hætti þegar tekist er á við alþjóðlegt hættuástand og hvernig Norðurlöndin geti lagt sitt af mörkum til að styrkja alþjóðaöryggi með friðaruppbyggingu.

Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í morgun þar sem samþykkt var yfirlýsing um norrænt samstarf um utanríkis- og öryggismál. Þar var einnig rætt um samvinnu landanna í framboðsmálum innan Sameinuðu þjóðanna og hugmyndir um aukið samstarf á sviði afvopnunarmála.

Yfirlýsing norrænu utanríkisráðherranna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta