Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2014 Innviðaráðuneytið

Fundur um framtíð áætlunarflugs innanlands sendur út á netinu

Fundur innanríkisráðuneytis þar sem greint verður frá niðurstöðum félagshagfræðilegrar greiningar á framtíð áætlunarflugs innanlands stendur í Iðnó í Reykjavík frá klukkan 8.30 til 10 að morgni fimmtudags 20. febrúar. Fundurinn verður sendur út á netinu á vef ráðuneytisins, smellið hér til að fylgjast með.  

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

1) Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fjallar um mikilvægi áætlunarflugsins innanlands fyrir öryggi og búsetugæði.  

2) Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti segir frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins.

3) Pallborðsumræður – þátttakendur eru:

  • Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
  • Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls
  • Ingi Þór Guðmundsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands

Fundarstjóri Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs.

Sjá nánar um fundinn og skýrsluna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta