Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra harmar setningu laga gegn samkynhneigð í Úganda

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra harmar að forseti Úganda hafi undirritað lög sem herða enn viðurlög við samkynhneigð en brot á lögunum geta varðað ævilangri fangelsisvist. „Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafi nú tekið gildi,“ segir utanríkisráðherra.

Ákvæði laganna brjóta gegn mannréttindum sem tryggð eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Afríku og í sáttmála SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Úganda hefur fullgilt. Utanríkisráðherra ítrekar að það sé skylda stjórnvalda að standa vörð um mannréttindi allra þegna sinn, samkynhneigðra jafnt og annarra.

Úganda er mikilvægt samstarfsríki Íslands og eitt af þeim fimm ríkjum sem lögð er áhersla á í þróunarsamvinnuáætlun. Þróunarsamvinna Íslands í Úganda er unnin í samstarfi við héraðsstjórnvöld auk þess sem verkefni á vegum frjálsra félagasamtaka eru studd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta