Samningalota 17-24. febrúar 2014
Samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum (TiSA) var haldin í Genf dagana 17-24. febrúar 2014. Þetta er fjórða lotan eftir að yfirlýsing þátttökuríkjanna var gefin út í júní sl. um að samningaviðræður væru formlega hafnar. Lotan var með öðru sniði en verið hefur þar sem umræðum um einstaka kafla var skipt upp í sérfræðingahópa. Gert er ráð fyrir að fyrirkomulagið verði með sama sniðu í næstu lotum.
Til umræðu í lotunni voru viðaukar um för þjónustuveitenda (Mode 4), alþjóðlegir sjóflutningar, innlendar reglur (Domestic Regulation), fjármálaþjónusta, upplýsinga- og fjarskiptatækni (ICT) og fagþjónusta (Professional Services).
Ísland tók þátt í þremur sérhagsmunahópum sem settir voru á laggirnar meðan á lotunni stóð: Vinir orkuþjónustu (Ísland og Noregur stýra), vinir sjóflutninga (Noregur stýrir) og áhugahópur um fagþjónustu (Professional services) (Ástralía stýrir).
Í lotunni kynntu þátttökuríkin upphafstilboð sín varðandi markaðsaðgang í viðræðunum en flest öll þátttökuríkin höfðu lagt fram tilboð sín í desember, þar á meðal Ísland. Tilboð Íslands byggir á endurskoðuðu GATS tilboði frá árinu 2005. Hér má finna upphafstilboð Íslands í TiSA viðræðunum.
Tilboð Íslands byggir alfarið á íslenskri löggjöf og endurskoðuðu GATS tilboði frá árinu 2005 sem er endurspeglað í hefðbundnum listum vegna þjónustuviðskipta. Listinn var unninn í góðu samstarfi við fagráðuneytin. Helstu breytingarnar sem gerðar voru á tilboðinu frá 2005 endurspegla metnað Íslands á sviði orkutengdrar þjónustu. Ávallt er unnið er innan gildandi lagaramma hér á landi í og almennu verklagi í öllum þjónustusamningum sem Ísland er aðili að og í samningaviðræðum um þjónustuviðskiptum.