Hoppa yfir valmynd
4. mars 2014 Dómsmálaráðuneytið

Málþing um breytingar á reglum um aðgang að Mannréttindadómstólnum í Evrópu

Málþing um breytingar á reglum um aðgang að Mannréttindadómstólnum í Evrópu verður haldið föstudaginn 14. mars næstkomandi klukkan 15-17 í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík. Að málþinginu standa innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands.

Mannrettindadomstóllinn í Strassborg.
Mannréttindadómstóll Evrópu.

Fyrirlesari á málþinginu verður Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstólinn, og að loknu erindi hans gefst kostur á umræðum og fyrirspurnum.

Í byrjun ársins tók gildi nýtt ákvæði í 47. gr. reglna fyrir dómstólinn (Rules of Court) um form og efni kæra til dómstólsins. Fjallað verður um þær breytingar sem hið nýja ákvæði hefur í för með sér sem fela í sér þrengri formskilyrði og fresti til að leggja fram kærur og breytingar á málsmeðferð dómstólsins við frumathugun um meðferðarhæfi kæra.

Þá verður fjallað um fimmtánda viðauka (Protocol No. 15) við Mannréttindasáttmála Evrópu sem undirritaður hefur verið fyrir Íslands hönd. Viðaukinn var samþykktur af ráðherraráði Evrópuráðsins 16. maí 2013 í kjölfar Brighton yfirlýsingar aðildarríkja Evrópuráðsins frá apríl 2012. Með viðaukanum er lögð áhersla á það grundvallar eðli sáttmálans, sem felst í svokall­aðri nálægðarreglu (principle of subsidiarity), að meginábyrgð á vernd mannréttinda í Evrópu liggur hjá aðildarríkjunum sjálfum. Þá hefur viðaukinn að geyma ákvæði um styttingu kærufrests til Mannréttindadómstólsins úr sex mánuðum í fjóra.

Með málþinginu er leitast við að stuðla að umræðu á meðal lögmanna og lögfræðinga um Mannréttindadómstól Evrópu og áhrif hans að íslenskum rétti.

Nánari upplýsingar er tengjast málþinginu og um skráningu er að finna á vef Lögmannafélags Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta