Drög að reglugerð um gjaldtöku fyrir flugleiðsöguþjónustu til umsagnar
Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu. Umsagnir skulu hafa borist ráðuneytinu á netfangið [email protected] eigi síðar en 20. mars.
Markmið reglugerðarinnar er að bæta sameiginlegt gjaldtökukerfi vegna flugleiðsöguþjónustu. Gildissvið reglugerðarinnar er svokallað EUR og AFI svæði ICAO sem eru annars vegar svæði innan Evrópulanda og hins vegar í Afríku og hefur hún því ekki áhrif hér á landi þar sem Ísland tilheyrir NAT svæði ICAO eða Norður Atlantshafs svæðinu.
Reglugerðin innleiðir hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 391/2013 frá 3. maí 2013 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu. Reglugerðin fellir jafnframt úr gildi reglugerð nr. 1156/2011 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu.